Fréttir

Gönguviku FFA. Myndir úr kvöldgöngu meðfram Reyká í Eyjafirði

Smellið hér til að skoða myndirnar.

Næstu ferðir, 7-13 júní

7.-11. júní er gönguvika og farnar verða stuttar kvöldgöngur við flestra hæfi. Mæting er kl. 19:00 á skrifstofu FFA.
Laugardaginn 12. júni verður gengið á Hólafjall í Eyjafirði og á sunnudeginum 13. júní verður gengið á Hallok í tengslum við Fífilbrekkuhátiðina að Hrauni í Öxnadal.

Möðruvallarfjall

Sjá MYNDIR

Reisugilli

Varðarhúsið tilvonandi í Laugafelli.

Skálavarðarhús fyrir Laugafell

Vinna við nýja skálavarðarhúsið fyrir Laugafell er í fullum gangi. Laugardaginn 8. maí 2010 var unnið við að ganga frá stiga upp á loftið og ganga frá herbergjum á neðri hæð. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig verkinu miðar.

6. maí. Opið hús á vegum ferðanefndar.

Ferðakynning í húsnæði FFA, Strandgötu 23, Akureyri kl. 20.00. Ferðir sumarsins verða kynntar í máli og myndum.
Kynnir: Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar.
Frítt inn meðan húsrúm leyfir. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

8. - 9. maí. Flateyjardalur. Skíðaferð

Á mótum Dalsmynnis og Fnjóskadals fellur áin Árbugsá til Fnjóskár. Þar við bæinn Þverá hefst gangan úr Fnjóskadal og út á Flateyjardalsheiði að Heiðarhúsum og gist þar. Upplifðu hamingjuna í þögn og kyrrð Flateyjardalsheiðar.
Fararstjóri: Valur Magnússon.
Verð: kr. 4.200 / kr. 5.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 9.00

Tvær ferðir um helgina

Laugardagur: 1. maí. Súlur, 1213 m. Skíða- eða gönguferð   
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gangan hefst við réttina á Glerárdal og er gengið eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Ferð við flestra hæfi. Fararstjóri: Kári Árnason.
Verð: Frítt.  Mæting og brottför við bílastæðið á Glerárdal kl. 9.00

Sjá myndir

\"\"

Sunnudagur: 2. maí. Ólafsfjörður Skíða- eða gönguferð  Farin verður skíða- eða gönguferð í Ólafsfirði. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000. Brottför frá FFA kl. 9.00

 

 

Klaustur-þeistareykir-Kísilvegur

Myndir úr ferðinni

Breytt ferð

Fyrirhugaðri ferð frá Svartárkoti til Mývatns er aflýst sökum snjóleysis, en í staðinn er fyrirhugað að fara í góða ferð á sunnudag kl 8.00 frá Strandgötunni. Verð 1.500/2000.

Ferðin er hugsuð frá Kröflu og endar við flugvöllinn í Mývatnssveit.  Sjá hér myndir úr slíkri ferð.