13.02.2011
Frímann Guðmundsson
11.02.2011
Frímann Guðmundsson
08.02.2011
Lagt er af stað við afleggjarann á Leirdalsheiði og er gengið út heiðina í skálann á Gili þar sem snæddur verður
kjarngóður þorramatur og drukknar hinar dýrustu guðaveigar um kvöldið.
Daginn eftir er gengið til baka um Trölladal.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Verð: kr 4.000 / kr. 3.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 9.00
05.02.2011
Ingimar Árnason
10. febrúar. Ferðakynning 2011
Ferðir ársins kynntar í máli og myndum í Hömrum, litla salnum í Hofi, kl. 20.00.
Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar kynnir.
Fyrirlesari: Páll Ásgeir Ásgeirsson og fjallar hann um Fjallabak og hinn “óeiginlega Laugaveg” og ferðamöguleika þar.
Kynning á útivistarvörum frá 66°Norður, Sportveri og Skíðaþjónustunni.
Aðgangseyrir kr. 1.000. Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á veitingastaðnum í Hofi.
02.02.2011
Skrifstofan verður opin á föstudögum fram á vor frá 17:00 - 19:00 þegar ferð er á dagskránni næsta laugardag.
Stjórnin
01.02.2011
Hjalti_Fjóla
Fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20 verður opið hús hjá FFA. Að þessu sinni er ekki um skipulagða dagskrá að ræða en kaffi og
meðlæti við höndina. Um að gera að nota tækifærið og setjast niður og spjalla. Jafnframt er minnt á ferðakynningu sem verður fimmtudaginn
10. febrúar.
28.01.2011
Ingimar Árnason
5. febrúar Staðarbyggðarfjall. Gönguferð 
Skór
Þægileg ferð í nágrenni Akureyrar. Gengið frá sumarhúsinu Seli upp að vörðunni nyrst á Hausnum. Þá er gengið inn
eftir fjallinu um greiðfær holt inn að Helgárdal. Upplögð fjölskylduferð.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 10.00
06.01.2011
Fundi sem halda átti í kvöld, 6. janúar, er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.
Stjórnin
01.01.2011
Ingvar Teitsson
FFA efndi til nýársgöngu um Vaðlareit um hádegisbilið á nýársdag 2011. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um
ferðina.
31.12.2010
Frímann Guðmundsson
Ferðafélag Akureyrar óskar öllum gleðiilegs nýs árs og
þökkum fyrir þau gömlu góðu
Nýársganga 1.janúar 2011 frá Strangötu 23 kl.11
Gengið verður um Vaðlareit.
Vissara að hafa mannbrodda.