Fréttir

Skálar lokaðir

Frá 26.september 2010 eru skálarnir í Dreka, Herðubreiðarlindum og Laugafelli lokaðir.
Lykla er hægt að fá hjá Friðfinni Gísla Skúlasyni, sími: 8967606.

Lokunarferð í Dreka

Myndir úr ferðinni

Vígsla í Laugafelli og Sviðamessa

Myndir úr ferðinni

Bægisárdalur - Glerárdalur

Sjá myndir r 

Óvissuferð. Síðasta ferð sumarsins

Óvissuferð. Síðasta ferð sumarsins.

 

 Óvissuferðin að þessu sinni verður ganga upp á Hlíðarfjall og meðal annars skoðuð ný varða þeirra 24x24 manna.

Minnum á Vetrarferð 4. - 5. desember. Aðventuferð

Haustlitaferð

11. – 12. september. Haustlitaferð   
Ekið í Svartárkot. Gengið í Botna,skála FFA í Suðurárbotnum, gist þar og farið til baka næsta dag. Skoðaðir haustlitir svæðisins sem eru stórkostlegir.
Fararstjóri: Anke María Steinke.
Verð: kr. 4.200 / kr. 5.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 10.00

Lokað í Laugafelli

Frá og með 1. september er skálinn í Laugafelli lokaður.

Skrifstofan lokar

Frá og með 1. september er skrifstofa FFA lokuð.
Þær helgar sem ferðir verða farnar á vegum félagsins verður skrifstofan opin frá kl: 17:30 - 19:00 á föstudeginum.

Tölvupósti verður svarað eftir því sem kostur er.

Ferð um Jökulborg og Landafjall

4. september. Jökulborg, Landafjall, 1420 m.   
Gangan hefst við Þverárrétt í Öxnadal. Gengið er inn mynni Þverárdals og stefnan sett fljótt í austur upp Lambárdal. Gengið er upp botn Lanbárdals upp skálina milli Kistufjalls og Jökulborgar og þaðan á toppinn. Af toppi Jökulborgar er mjög flott og mikið útsýni.
Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason.
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Brottför frá FFA kl. 9.00

Ferð um Tungnahryggjökul aflýst.

Fyrirhugaðri ferð um Tungnafellsjökul sem átti að vera 28.-29. ágúst hefur verið aflýst.