Fréttir

kynningu frestað um viku

Kynning á haustferð um strandir á vegum Ferðaskrifstofunnar Miðnætursólar verður frestað til laugardagsins 4.september kl.14:00.

Minnum á að það þarf að skrá þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða ísoleil@soleil.is 

Félagar í Ferðafélagi Akureyrar, hópar og eldri borgarar fá 15% afslátt af haustferðinni um Strandir.

Kynning á haustferð um strandir.

Laugardaginn 28. ágúst kl.14 verður kynning á haustferð um strandir í húsakynnum Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23.

Atli Gunnarsson frá Ferðaskrifstofunni Miðnæstursól ehf kynnir 4 daga ferð um strandir dagana 9.-12. september undir leisögn Matthíasar Lýðssonar leiðsögumanns og bónda á ströndum. Tilkynna þarf þátttöku á kynninguna í síma 8476389 eða í netfangið soleil@soleil.is

Í ferðinni verður meðal annars farið til Hólmavíkur, Drangsness, Djúpuvíkur og Norðurfjarðar, boðið upp á mat úr héraði og beint af býli, söfn skoðuð, kynntar þjóðsögur og kveðskapur og farið í léttar göngur, laugar og potta.

Félagar í Ferðafélagi Akureyrar fá 15% afslátt af haustferðinni.

Tvær ferðir um næstu helgi

28. - 29. ágúst. Tungnahryggsjökull   
Ekið er áleiðis að Baugaseli eða eins og færð leyfir. Gengið fram dalinn í átt að Hólamannaskarði. Þegar komið er gegnum skarðið er stefnt á Tungnahryggsskálann en hér fáum við okkur langþráðan kvöldmat og hvílumst. Næsta morgun er haldið af stað og gengið yfir jökulinn og í átt að botni Skíðadals og fer nú að halla undan fæti. Gengið er meðfram ánni að eyðibýlinu Sveinsstöðum (gangnamannahús) eða áfram að eyðibýlinu Krosshóli og að bílnum.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 7.200 / kr. 8.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting og akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00

29. ágúst. Bægisárdalur - Glerárdalur   
Ekið að bænum Syðri Bægisá í Öxnadal og gengið inn dalinn sem er um 10 km langur og gljúfrin og fossarnir skoðaðir í leiðinni. Gengið yfir jökulinn (og e.t.v. á Tröllahyrnu) niður í Glerárdalsbotn og að Lamba. Þaðan farið niður um Grenishóla yfir Lambá niður Bungur og heim að réttinni þar sem Súluvegurinn endar. Upplifun: Stórbrotið landslag, gljúfur, fossa, jökul, há fjöll, útsýni, vaða ár, vera til í kyrrð öræfanna. Hvað er hægt að fá meira út úr einni ferð.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 4.000 / kr. 4.500
Innifalið: Fararstjórn, akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00

Ferð aflýst

Fyrirhugaðri ferð Skersgnípa- Kaldbakur laugardaginn 21.ágúst hefur verið aflýst vegna veðurs. Ferðinni á Hreppsendasúlur sunnudaginn 22. ágúst er einnig aflýst.

Ferðin sem átti að fara á Herðubreið

Áætlað var að ganga á Herðubreið helgina 6.-8. ágúst 2010. Vegna þoku á fjallinu var dagskránni gjörbreytt. Smellið á MYNDIR til að sjá hvað hópurinn gerði í stað þess að klífa drottninguna.

Skrifstofan lokuð

Fimmtudaginn 19. ágúst verður skrifstofan lokuð.

 

Tvær ferðir um næstu helgi: 6 tinda ferð Kaldbakur - Skersgnípa og gengið á Hreppsendasúlur.

21. ágúst. Kaldbakur - Skersgnípa,6 tinda ferð
Ekið verður að Grenivík og bílum lagt norðan við Grenjá. Gengið upp með Grenjárgili og hefðbundin leið upp á Kaldbak. Haldið er svo áfram í norður og komið við á Útburðarskálahnjúki, ónefndum tindi, Svínárhnjúki, Þernu og Skersgnýpu. Gengið verður svo niður Ausugil og Látraströndin gengin til baka að bílum. Um 25 km leið fyrir vana fjallafara og ólofthrædda.

Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason.

Verð: kr. 3.000 / kr. 3.500

Brottför frá FFA kl. 7.00


22. ágúst. Hreppsendasúlur,1052 m.   
Haldið á fjallið skammt vestan við neyðarskýlið á Lágheiði, upp á súlurnar og til baka sömu leið. Þegar á toppinn er komið blasir stórkostlegt útsýni við til allra átta. Til baka er farið sömu leið. Þetta er frekar létt ganga við hæfi flestra.
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Brottför frá FFA kl. 8.00

Vígsla skálavarðarhúss og sviðamessa.

Vígsla nýja skálavarðarhússins í Laugafelli og sviðamessa verður haldin 11. september. Boðskort verða send þegar nær dregur.
- Stjórnin

Næstu Ferðir FFA

Þeir sem eru haldnir valkvíða munu eiga erfitt með að ákveða sig næstu helgi því úr nógu er að taka. Frá föstudegi 13. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst er í boði jeppaleiðangur um Austuröræfi . Á laugardeginum er um 30 km ganga upp á Mælifellshnjúk í Djúpadal upp Þverdal og niður Hvassafellsdal. Á sunnudeginum 15. ágúst er svo skemmtileg ganga á Uppsalahnjúk ofan Freyvangs í Eyjafirði, en af Uppsalahnjúk er gífurlega fallegt útsýni yfir Eyjafjörð.

Myndir úr ferð á Blástakk

Komnar eru inn myndir úr gönguferð 1. ágúst. En þá var gengið á Blástakk inn af Féeggstaðadal í Hörgárdal. Alls voru 9 með í för. Gengið var á Blástakk, Blekkil, ónefnt fjall og Sörlatungufjall.
- Skoða myndir úr ferðinni.