Fréttir

6. september. Trippaskál, 1130 m.


Nú fer hver að verða síðastur að fara í ferð með FFA á þessu ári.
Næst síðasta ferð sumarsins verður farinn um næstu helg í Trippaskál.
Skráning fer fram á skrifstofu FFA, Strandgötu 23,
föstudaginn 5. september frá kl. 17:30 – 19.00 eða hér á síðunni.

Ferðatillögur fyrir næsta starfsár.

Ferðanefndin er að gera ferðaáætlun fyrir 2009. Ef þið hafið einhverjar tillögur um áhugaverðar ferðir væri ágætt að senda okkur línu á ffa@ffa.is og við munum athuga hvort hægt verði að koma viðkomandi ferð inn á áætlunina fyrir 2009.
Látið endilega heyra í ykkur.

F.h. Ferðanefndar FFA
Roar Kvam
formaður

Ferð FFA á Herðubreið þ. 23.08.08.

30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal

30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal 
Ekið er á einkabílum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Þaðan er gengið fram dalinn sunnan ár og upp brattar skriður uns komið er á fjallsbrún gegnt Unadal. Útsýn er hér geysi mikil og sér niður yfir Höfðaströnd og yfir Skaga. Áfram er haldið um Hákamba og komið á slóð Heljardalsheiðar og henni fylgt niður til byggða við Kot.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00

Reistarárskarð - Kálfskinn

Myndir Sjö tinda ferð Kerling

Sjá myndir

Myndir frá göngu í Hvanndali

Sjá myndir

22. 23. ágúst. Herðubreið

Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða í skála. Gengið á þjóðarfjallið á laugardaginn. Ekið heim á sunnudaginn. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 1.800 / kr. 2.800
Innifalið: Fararstjórn, gisting í húsi.
Brottför kl. 16.00

Afmælisganga á Herðubreið þ. 13.08.08.

Myndir úr afmælisgöngu FFA og FÍ á Herðubreið þ. 13.08.08 komnar á myndasíðu.

Bláskógavegur - myndir

Myndir úr ferð FFA á Bláskógaveg þ. 09.08.08 komnar á myndasíðu.