Fréttir

GSM símasamband í skálum FFA

GSM símasamband er komið við Dreka, Herðubreiðarlindir og Laugarfell. Bókanir fara fram hjá landvörðum í eftirfarandi númer: Dreki við Drekagil gsm: 8225190 mnt: 8532541 Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum gsm: 8225191 mnt: 8549301 Laugafell gsm: 8225192  mnt: 8549302  

26. júlí 1. ágúst. Öskjuvegur 2,

26. júlí – 1. ágúst. Öskjuvegur 2, sumarleyfisferð. Trússferð
Sjá lýsingu hér framar
Fararstjóri: Jakob Kárason.
Innifalið: Fararstjórn, akstur, trúss, fullt fæði og gisting.
Skráningargjald kr. 5.000 greiðist við bókun.
Brottför kl. 16.00

26. 27. júlí. Kleifar Hvanndalir Rauðskörð

26. – 27. júlí. Kleifar – Hvanndalir – Rauðskörð
Ekið er að Kleifum í Ólafsfirði. Fyrri daginn er gengið þaðan um Fossdal og í Hvanndali þar sem tjaldað er. Daginn eftir er gengið til baka um Víkurbyrðu og Rauðskörð að Kleifum.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00

Gengið um Grímubrekkur

20. júlí. Grímubrekkur 
Myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíðu.

Drangeyjarsigling

19. júlí. Eyjasigling. Drangey á Skagafirði
Ekið í Skagafjörð og að Reykjum á Reykjaströnd. Þaðan verður siglt í Drangey og tekur það aðeins tuttugu mínútur. Farið verður í land í Drangey og hún skoðuð, auk þess verður siglt umhverfis eyjuna, sem er ævintýri líkust. Einnig verður staldrað við í lauginni að Reykjum, áhugasamir taki sundfötin með.
Fararstjóri: Jón „Drangeyjarjarl“ Eiríksson.
Verð: kr. 5.200 / kr. 6.200
Innifalið: Fararstjórn, sigling.
Brottför kl.8 frá FFA, strandgötu 23 á Akureyri.
Brottför ferju um kl. 10

Nýtt símanúmer í Herðubreiðarlindum

Nýtt símanúmer er komið í gagnið í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum ef bóka þarf gistipláss eða ná sambandi við landvörð.  Númerið er 8424357.

GSM símasamband er komið á svæðið.

Lambárbrú tilbúin

Brúin á Fremri-Lambá á Glerárdal endurbyggð. Ferðafélag Akureyrar hefur um áratugaskeið séð um göngubrúna á Fremri-Lambá á Glerárdal að sunnan (austan).

Afslættir félagsmanna FFA

Athugið að sýna gilt félagsskírteini áður en viðskipti fara fram.

Kerahnjúkur

Myndir frá göngu á Kerahnjúk 5. júlí eru komnar á Myndasíðu.

Myndir úr gönguferð á Látraströnd

Drífa Þórarinsdóttir sendi okkur slóð að myndum sem hún tók í ferðinni sem farin var á Látraströnd fyrir nokkru.   

Slóðin er:  http://www.123.is/drifa_thorarins