Fréttir

Myndir frá ferð á Þverbrekkuhnjúk

Þrátt fyrir að fararstjóri og Dísa í sameiningu hafi talið fólki trú um að göngutíminn væri aðeins 6-7 klst. var það allt fyrirgefið því veðrið lék við göngufólk og náttúran skartaði sínu fegursta. (Göngutími var 9 klst.)

Hvanndalabjarg júlí 2006

Gengið var á Hvanndalabjarg 2.júli. Ekið var á einkabílum að Kleifum í Ólafsfirði og þaðan gengið í Fossdal og á bjargið.

Frábær ferð, frábærar myndir.

Myndir frá YstuVíkurfjallsgöngu

Myndir komnar inn á myndasíðuna úr sumarsólstöðugöngunni á YstuVíkurfjall.
Helga Kvam tók myndirnar.

22.júlí: Þverbrekkuhnjúkur 1200 m (4 skór)

Ekið á einkabílum að Hálsi í Öxnadal.

29.júlí-4.ágúst: Öskjuvegur

Trússferð ( 2 skór)

15.júlí: Nýjabæjarfjall: Ferð aflýst.

Villingadalur-Ábær. (3 skór)

Genginn verður svokallaður vetrarvegur vestur yfir Nýjabæjarfjall.

16.júlí: Jarðfræðiferð. Ferð aflýst.

Jarðfræði Fnjóskadals

14.-16.júlí: Látraströnd og Fjörður.

Bakpokaferð með allan viðlegubúnað og gist í tjöldum (3 skór).

Suðurárdalshnjúkur, 8. júlí. Ferð aflýst.

 Ekið er á einkabílum að Norðurá við Heiðarenda í Skagafirði og hefst gangan í um 300 metra hæð við gangnaskála Akrahrepps sem stendur við Norðurá.

Nýr starfsmaður FFA

Við bjóðum nýja starfsmanninn okkar, Önnu Bryndísi Sigurðardóttur, velkomna til starfa.