Fréttir

Velkomin að Drekagili

Ferðafélag Akureyrar (FFA) hefur byggt upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðafólk við Drekagil hjá Öskju. Hér er skálinn Gamli-Dreki frá 1968 með 20 svefnplássum og snyrtihús frá 2001 með vatnssalernum og gaskyntum sturtum. Loks er nýr og glæsilegur skáli (Nýi-Dreki) frá 2005 með ágætri gistiaðstöðu fyrir 40 manns. Í Nýja-Dreka eru tvö 5-manna svefnherbergi á jarðhæð og tvískipt svefnloft með upphækkuðum bálkum fyrir 30 manns. Þá er mjög rúmgóð borstofa með eldhúsaðstöðu og rúmgóð forstofa. Einnig er vatnssalerni í Nýja-Dreka. Í Nýja-Dreka er raflýsing frá sólsellum. Á sumrin eru tvö tjaldstæði við Drekagil og þar er landvarsla í júlí og ágúst.

Hornvík 2005

24-28 júlí sl. fór 35 manna hópur frá FFA í ferð um Hornvík

Ferðaáætlun 2006

Nú hefur ferðanefnd félagsins hafið vinnu við nýja ferðaáætlun fyrir árið 2006.

Ferðafélagið læsir skálum í Ódáðahrauni

Ferðafélag Akureyrar (FFA) mun læsa skálum sínum við Drekagil og í Herðubreiðarlindum veturinn 2005 – 2006.  

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir á myndasíðuna

Sumarlok

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.

Síðustu ferðir sumarsins...

... eru á dagskrá um næstu helgi. Á laugardaginn 27.ágúst á að ganga að Trippaskál og sunnudaginn 28.ágúst verður gengin Þingmannaleið yfir Vaðlaheiði.

Kerling

Gönguferð á Kerlingu er á dagskrá félagsins laugardaginn 20.ágúst.

Breyting á áætlun helgarinnar

ATHUGIÐ - breyting varð á ferðaáætlun fyrir næstu helgi. Sögugangan í Íshólsdal og Mjóadal  verður á sunnudaginn 14. ágúst en ekki á laugardaginn. Á laugardeginum verður aftur á móti gengið á Þverbrekkuhnjúk, 1200m.

Hjóla og jeppaferð

Á dagskrá félagsins næstu helgi, 5.-7. ágúst, eru 2 ferðir, hjólaferð í Hrísey  á laugardaginn og jeppaferð í Dreka og Kverkfjöll frá föstudegi til sunnudags.