Fréttir

Bakkar Eyjafjarðarár.

Sunnudaginn 11. júni verður farið í létta og þægilega göngu fram með bökkum Eyjafjarðarár, frá gömlu brúnum sunnan við flugvöllinn að Hrafnagili. Skoðað verður fuglalífið á leiðinni undir leiðsögn fróðra manna.
Þetta er upplögð sunnudagsganga fyrir alla fjölskylduna.

Verð kr. 1.100 fyrir félagsmenn, en kr. 1.300 fyrir aðra.
Brottför frá skrifstofu FFA kl. 9.00.

Hægt er að skrá sig í ferðina í tölvupósti ffa@ffa.is eða í síma 462 2720.
Skrifstofa FFA, Strandgötu 23, er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 16.00 – 19.00.

Undirbúningsfundur fyrir ferð á Hvannadalshnjúk

Hér eru upplýsingar til þátttakenda í ferð FFA/FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnu:

Undirbúningsfundur verður þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00 í húsnæði FFA, Strandgötu 23.

Hvannadalshnjúkur á Hvítasunnu.

2. – 5. júní. Hvannadalshnjúkur á Hvítasunnu.

Þessa helgi verður farið frábæra ferð í samvinnu við Ferðafélag Íslands.
Ekið verður á einkabílum í Skaftafell föstudaginn 2. júní og verður gist í svefnpokaplássi eða tjaldi í Svínafelli.
Gengið verður á Hnjúkinn laugardaginn 3. júní, en sunnudagurinn er til vara vegna veðurs. Hæðarhækkun er 2000 metrar, en gengið verður rólega með mörgum smá hvíldum og áætlað er að gangan taki í heild 10 – 15 klst.
Ekið verður heim daginn eftir uppgöngu.
Fararstjórar verða reyndustu fjallamenn með Harald Örn Ólafsson í fararbroddi.

Nýjar myndir

Frímann Guðmundsson sendi nýverið inn nokkrar myndir og tveimur síðustu ferðum félagsins, annars vegar úr ferð á Súlur 1. maí og úr skiðaferð á Kröflusvæðið.
Myndirnar eru á myndasíðu

Myndir úr síðustu ferð

Um síðustu helgi var gengið á skíðum frá Skíðastöðum yfir að Laugalandi á Þelamörk.  Frímann Guðmundsson sendi nokkrar myndir úr ferðinni og er hægt að sjá þær á myndasíðu

 

 

Ferð um Þorvaldsdal

Næstkomandi laugardag, 1. apríl er á dagskrá skíðaferð um Þorvaldsdal.  Gangan hefst við Fornhaga í Hörgárdal og þaðan gengið norður Þorvaldsdal, að Stærra- Árskógi.

Stjórn félagsins 2006-2007

Aðalfundur félagsins fór fram 9. mars sl.  Ein breyting varð í stjórninni, Rúnar Jónsson gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn og var Einar Hjartarson kjörinn í hans stað.  Á meðfl. mynd sést ný stjórn 2006-2007

Nýjar myndir og ferðasaga

Nú eru komnar nýjar myndir á myndasíðu úr skíðaferð sem farin var 11.-12. mars sl. frá Körflu til Húsavíkur um Reykjaheiði.  Einnig eru komnir inn nýjar myndir frá smíði skálavarðarhúss sem nú er í smíðum

Ferð á Kaldbak

Minnum á ferð á Kaldbak næstkomandi laugardag, 25. mars.  Kaldbakur er 1167 metra hár og er eitt hæsta fjall við utanverðan Eyjafjörð og af toppi þess er mikið og gott útsýni yfir Eyjafjörð.

Nýjar myndir

Fyrsta ferð ársins samkvæmt ferðaáætlun var farinn 4. mars sl.  Raðgert var að ganga austur yfir Bíldsárskarð en vegna snjóleysis var ferðinni breytt og farið út að Kaldbak og gengin þar góður hringur.