10.08.2005
Ferðafélag Akureyrar
ATHUGIÐ - breyting varð á ferðaáætlun fyrir næstu helgi. Sögugangan í Íshólsdal og Mjóadal verður á
sunnudaginn 14. ágúst en ekki á laugardaginn. Á laugardeginum verður aftur á móti gengið á Þverbrekkuhnjúk,
1200m.
03.08.2005
Ferðafélag Akureyrar
Á dagskrá félagsins næstu helgi, 5.-7. ágúst, eru 2 ferðir, hjólaferð í Hrísey á laugardaginn og
jeppaferð í Dreka og Kverkfjöll frá föstudegi til sunnudags.
02.08.2005
Ferðafélag Akureyrar
Laugardaginn 23. júlí kl.22.00 lagði 34 manna hópur í Hornvíkurferð FFA, frá Ísafirði. Smá kaldi
var á leiðinni en á Hornvíkina vorum við komin kl. 00.15. Stuttu seinna var búið að slá upp tjöldum og súpa fram borin kl.
01.45. Léttskýjað var og hlýtt.
26.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Um helgina fór af stað sumarleyfisferð félagsins í Hornvík. Mikil eftirspurn var í ferðina og á endanum voru skráðir alls 34 manns
í hana.
26.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Á dagskrá félagsins laugardaginn 30.júlí er Kræðufell, 711m hátt.
22.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Nú stendur yfir ferð félagsins um Öskjuveginn. Ingvar Teitsson leiðir þar 12 manna hóp og fylgja þeim kokkur og bílstjóri.
18.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Um komandi helgi eru tvær gönguferðir á dagskrá félagsins, laugardaginn 23. júlí er á dagskrá gönguferð á
Kerlingu í Svarfaðardal og á sunnudaginn 24. júlí er ferð á Kötlufjall.
12.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Sunnudaginn 10. júlí 2005 opnaði Ferðafélag Akureyrar (FFA) nýjan gistiskála við Drekagil í
Ódáðahrauni. Nýja húsið er 94 fm að grunnfleti og þar er svefnpláss fyrir 40 manns.
11.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Gengið frá Kleifum í Ólafsfirði um Fossdal í Hvanndali. Daginn eftir er
gengið til baka um Víkurbyrðu, Víkurdal og Rauðskörð til Ólafsfjarðar.
11.07.2005
Ferðafélag Akureyrar
Nýr skáli við Drekagil var vígður í gær við mikla viðhöfn. Hópur manns sem komið hefur að byggingu skálans með
ýmsu móti var viðstaddur og gerði sér glaðan dag.