Fréttir

Kvöldganga að Skólavörðu þ. 10.07.09

Farin var kvöldganga að Skólavörðu á Vaðlaheiði þ. 10. júlí 2009. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.

Hlíðarfjall 9. júlí

Rúmlega 50 manns gengu upp á brún Hlíðarfjalls á ýmsum aldri þann 9. júlí og var lagt af stað kl. 19.00. Gengið var upp með Fjarkanum og síðan slóð frá Stýtu og upp á brún. Blíðskapar veður var logn og kvöldsól. Einnig var gengið norður að vörðu og útsýnis og verðurblíðu notið.  Fararstjóri var Frímann Guðmundsson og myndir eru á myndasíðu.

Myndir frá Grímseyjarferð komnar inn

Myndir eru komnar inn frá vel heppnaðri ferð í Grímsey. Ferðin var farin 4. júlí síðastliðinn þar sem flogið var frá Akureyri. Farin var bátsferð umhverfis eyjuna. Snæddur var matur á veitingastaðnum Kríunni og farið svo í gönguferð í blíðviðrinu. Fararstjóri var Konráð Gunnarsson.
- Sjá myndir úr ferðinni

Myndir úr ferð þann 27. júní.

Komnar eru inn á myndasíðuna myndir úr gönguferð þann 27. júní.
Farið var af Öxnadalsheiðinni upp Grjótárdalinn upp á Varmavatnshólafjall, þaðan upp á Hallgrím og síðan niður í Vatnsdal meðfram Hraunsvatni og komið niður hjá Hálsi. Veður lék við göngufólk.

Næstu ferðir

23. júní. Jónsmessunótt á Kræðufell, 717 m.
27. júní. Öxnadalur, Sesseljubúð – Háls
28. júní. Lofthellir í Mývatnssveit

Vinnuferð í Lamba 19.-20. júní 2009

Farin var vinnuferð í skálann Lamba á Glerárdal helgina 19.-20. júní 2009. Smellið á MYNDIR til að fræðast nánar um ferðina.

Næstu ferðir

20. júní. Derrisskarð, 1150 m.  
21. júní. Sumarsólstöður á Múlakollu, 970 m.  
23. júní. Jónsmessunótt á Kræðufell, 717 m.
  

Myndir úr gönguviku - Giljaferðir.

-Sjá myndir frá Stóralækjargili
-Sjá myndir frá Gilsárgili
-Sjá myndir frá Reyká í Eyjafirði
-Sjá myndir frá Syðri- og Ytri Tunguá.

Gönguvika, kvöldgöngur

7. – 11. júní. Gönguvika, giljaferðir.

Næsta ferð: Fjörurölt við Gásir

6. júní. Fjörurölt við Gásir