Fréttir

Föstudagur 1. maí - skíða- eða gönguferð á Súlur

Á Verkalýðsdaginn 1. maí verður farin árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gangan hefst við réttina á Glerárdal og verður gengið eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Ferð við flestra hæfi.
Fararstjóri verður Kári Árnason, ekkert kostar í ferðina og verður mæting og brottför við réttina á Glerárdal kl. 9:00.

Breytt tímasetning á Kaldbaksferð um helgina

Sæl verið þið. Vegna misskilnings er rétt að taka það fram að ferðin sem fara átti á Kaldbak á sunnudag 26. apríl verður farin á morgun laugardag 25. apríl (ef næg þátttaka næst og veður leyfir).

Vinna við skálavarðarhús f. Laugafell þ. 23.04.09

Haldið var áfram að byggja skálavarðarhús fyrir Laugafell á sumardaginn fyrsta, þ. 23.04.09. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig verkinu miðar.

Könnunnarleiðangur á skíðum.

Farið var frá Klaustri í Hlíðarhaga til Þeistareykja og þaðan niður á Kísilveg alls um 55km. Myndir

Smíði skálavarðarhúss fyrir Laugafell

Smíði skálavarðarhúss fyrir Laugafell miðar vel áfram. Haldið var áfram með verkið þ. 18.04.09. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig gengur.

Næsta ferð

26. apríl. Kaldbakur, 1173 m. Skíða- og snjóbílaferð  

Skíðaferð á Þorvaldsdal fellur niður


Kakdbakshnjúkur

Myndir úr gönguferð á Kakdbakshnjúk í Öxnadal.

Skíðaferð FFA á Háafell þ. 04.04.09.

Ferðafélag Akureyrar stóð fyrir skíðaferð á Háafell (918 m) laugardaginn 4. apríl 2009. Smellið á MYNDIR til að sjá hvernig ferðin gekk.

Lau. 18. apríl - Þorvaldsdalur - göngu- eða skíðaferð

Gengið verður frá bænum Fornhaga í Hörgárdal að Stærra-Árskógi. Njótum töfra Þorvaldsdalsins á skíðum. Hallinn norður dalinn er nokkur og rennslið niður hann er frábært í góðu skíðafæri. Þetta er mjög skemmtileg skíðaganga.
Farið frá FFA kl. 9:00, og mun Ingvar Teitsson annast fararstjórn.
Ferðagjaldið er kr. 3.800,-, en kr. 3.300,- fyrir félagsmenn FFA. Innifalin er fararstjórn og akstur.