Fréttir

Ferðaáætlun 2009

Jæja, gott fólk, nú er loksins ferðaáætlunin fyrir 2009 komin á sinn stað (smellið á tengilinn t.v.) skoðið hana vel og takið frá tíma fyrir ferðirnar sem ykkur líst best á.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar í ferðum félagsins á árinu, af nógu er að velja.

Nýr póstlisti

Búið er að gera nýjan póstlista sem heitir " Næsta ferð "

Á þann lista verða sendar uppl. í byrjun viku um ferðir komandi helgar.  Áfram er til almennur póstlisti félagsins en á honum eru í dag 124 netföng.  Hægt er að skrá sig á listann hér til hægri.

Gönguhópur

Minni á óformlegan gönguhóp sem gengur alla mánudaga frá Sundlaug Akureyrar kl.19:00.

Fundargerð félagsfundar 8. janúar

Ágæt mæting var á almennan félagsfund sem haldinn var 8. janúar síðastliðinn eða um 30 manns.  Margt fróðlegt bar á góma, m.a. að stjórn áformar að hefja byggingu varðarhúss við Laugafell nú í vetur og miðar að því að ljúka smíði þess árið 2010.  Fundargerð má sjá hér.

Almennur félagsfundur fimmtudaginn 8. janúar

Stjórn FFA óskar félögum og öðrum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum.

Eins og undanfarin ár verður haldinn almennur félagsfundur í upphafi árs. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.00 að Strandgötu 23.  Farið verður yfir helstu viðfangsefni sem framundan eru. Félagar eru hvattir til að mæta.

Nýársdagsganga FFA 2009 í Vaðlareit

Myndir úr nýársdagsgöngu FFA 2009 í Vaðlareit eru komnar á heimasíðuna. Smellið á MYNDIR.

Nýjársgangan

Kæru ferðafélagar og aðrir útivistarunnendur, gleðilega rest og vonandi verður ferðaárið 2009 gott útivistarár.

 

Nú er komið að hinni árlegu nýjársgöngu. Er ekki tilvalið að hrista af sér slenið, minnka fituforðann og endurnýja súrefnið í blóðinu með einni hressilegri skógargöngu? 


Í þetta sinn verður farið í yndislega skógarreitinn gegnt Akureyri, Vaðlareit. 


Lagt af stað úr skrifstofu FFA á nýjársdag kl. 11.00. Þetta er ókeypis ferð og við hæfi allra. Grétar Grímsson er fararstjóri.

Mætið og takið fjölskylduna með. Göngutúr á dag kemur skapinu í lag.


Með óskir um gott og farsælt nýtt ár.

F.h. ferðanefndar FFA

Roar Kvam

formaður


Enginn titill

Vinnuferð í Dreka 7.-9.nóv.

Um helgina 7. – 9. nóv var farin vinnuferð í Dreka. Lagt var af stað á föstudagskvöldinu 5 menn á tveimur bílum og gekk ferðin vel í Dreka var komið rétt fyrir miðnætti.

Fjölbreyttir steinar á opnu húsi 6. nóvember

Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20 mun Hólmsteinn Snædal, húsasmiður með meiru, sýna myndir af steinum úr náttúru Íslands og segja frá þeim eins og honum er einum lagið.

Nefndin.